2007
Gleðisöngur að morgni
Apríl 2007


Kom, heyrið spámann hefja raust

Gleðisöngur að morgni

Ljósmynd

Fyrir nokkrum árum birtist í fréttablaði í Salt Lake City tilkynning um að góð vinkona mín hefði látist í blóma lífsins. Ég var viðstaddur útför hennar og var þar með fjölmörgu fólki sem vildi sýna eiginmanni hennar og börnum samhryggð. Skyndilega bar yngsta barnið kennsl á mig og setti sína hönd í mína. „Komdu með mér,“ sagði hún, og leiddi mig að kistunni sem ástkær móðir hennar hvíldi í. „Ég græt ekki,“ sagði hún, „og það skalt þú ekki heldur gera. Mamma sagði mér oft frá dauðanum og lífinu með himneskum föður. Ég tilheyri mömmu minni og pabba. Við verðum öll saman aftur.“ Í huga minn komu orð Sálmahöfundarins: „Af munni barna … hefir þú gjört þér vígi“ (Sálm 8:3).

Með tárfylltum augum sá ég fallegt bros þessarar ungu og trúuðu vinkonu minnar. Í hennar augum, sem enn hafði litla hönd sína í minni, kæmi aldrei dagrenning án vonar. Hún finnur styrk í óhagganlegum vitnisburði og fullvissu um að lífið haldi áfram handan grafar og hún, faðir hennar, bræður og systur, og reyndar allir þeir sem eiga sömu vitneskju um þennan guðlega sannleika, geta sagt við heiminn: „Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni“ (Sálm 30:6).

Af öllum sálarmætti ber ég vitni um að Guð lifir, að hans ástkæri sonur er frumgróður upprisunnar, að fagnaðarerindi Jesú Krists er hið skínandi ljós er gerir sérhverja dagrenningu vonleysis að gleðisöng að morgni.

Úr aðalráðstefnuræðu, apríl 1976.

Til ígrundunar

  1. Það er ekkert að því að gráta þegar ástvinur deyr. Það getur í raun veitt líkn. En Kelly vildi ekki gráta. Hvers vegna?

  2. Hvers vegna teljið þið að móðir Kellyar hafi rætt svo oft við hana um lífið eftir dauðann?

  3. Á hvaða hátt er Jesús frumgróður upprisunnar (sjá 1 Kor 15:23; 2 Ne 2:8–9)? Ræðið þetta við foreldra ykkar.