2010
Píanóleikarar í Barnafélaginu
Apríl 2010


Píanóleikarar í Barnafélaginu

„Getur ekki verið!“

„Þú hlýtur að vera að grínast!“

„Þetta á aldrei eftir að takast!“

Þetta er það sem Andrea, Erick, Kristofer, Suzett og Yuridia, sem búa í Provo, Utah, hefðu getað sagt, ef þú hefðir sagt þeim að þau ættu eftir að spila á píanó á næstu sakramentissamkomu Barnafélagsins. Þegar allt kemur til alls hafði einungis eitt þeirra spilað áður á píanó!

En píanóleikarinn í Barnafélaginu, systir Perry, skoraði á þau – og þau tóku fúslega áskoruninni.

Í hverri viku kom hvert barnanna í píanótíma til systir Perry, nema eitt barnið sem var nú þegar að æfa hjá píanókennara. Heima æfðu þau sig á hljómborði. Brátt voru þau farin að læra einfaldar útgáfur af sálmunum sem nota átti á sakramentissamkomunni. Þau æfðu sig einnig í Barnafélaginu og hin börnin sungu með.

Að lokum rann upp stóri dagurinn. Hvert barn spilaði einn eða tvo sálma. Voru þau taugaóstyrk að spila fyrir alla deildina? Vissulega! En það stoppaði þau ekki.

„Ég var mjög taugaóstyrkur,“ sagði Kristofer, „en ég hélt trú minni.“

Öllum gekk vel í þetta skipti, þökk sé trú þeirra og mikilli æfingu. Og það besta?

„Það er góð tilfinning að geta hjálpað til í kirkju,“ sagði Andrea. „Þetta er mikil blessun fyrir mig.“

Nú geta börnin spilað á fjölskyldukvöldum, við skírnir og þegar fjölskylda þeirra syngur á sakramentissamkomu. Frábært!

Ljósmyndir: Christina Smith