2010
Leita og meðtaka persónulega opinberun
Apríl 2010


Boðskapur heimsóknarkennara

Leita og meðtaka persónulega opinberun

Kennið þessar ritningargreinar og tilvitnanir, eða aðrar reglur ef þarf, sem verða systrunum sem þið heimsækið til blessunar. Berið vitni um kenninguna. Bjóðið þeim sem þið heimsækið að segja frá því hvað þeim finnst og þær hafi lært.

Hvernig get ég leitað persónulegrar opinberunar?

„Við búum okkur undir að hljóta persónulega opinberun líkt og spámennirnir gera, með því að ígrunda ritningarnar, fasta, biðja og rækta trú okkar. Trúin er lykilatriðið. Munið eftir undirbúningi Josephs fyrir Fyrstu sýnina:

„Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, …

En hann biðji í trú, án þess að efast.“1

Öldungur Robert D. Hales í Tólfpostulasveitinni.

„Bæn er persónulegur lykill ykkar að himnum. Læsingin er ykkar megin hulunnar.

En þetta er ekki allt. Drottinn sagði við þann sem taldi sig geta fengið opinberun án nokkurrar fyrirhafnar:

„Sjá, þú hefur ekki skilið. Þú hefur talið að ég gæfi þér það, og ekki þyrfti að hugsa um annað en að spyrja mig.

,En sjá, ég segi þér, að þú verður að kanna það vel í huga þínum, síðan að spyrja mig hvort það sé rétt, og sé það rétt, mun ég láta brjóst þitt brenna hið innra með þér. Þú munt þess vegna finna að það er rétt.‘“2

Boyd K. Packer, forseti Tólfpostulasveitarinnar.

Hvernig get ég meðtekið persónulega opinberun?

„Algengast er að opinberun eða innblástur komi með orðum eða hugsunum sem birtast í huga okkar (sjá Enos 1:10;K&S 8:2–3), sem skyndileg hugljómun (sjá K&S 6:14–15), sem jákvæð eða neikvæð tilfinning varðandi eitthvað sem við ætlum að gera, eða jafnvel innblásin hugsýn líkt og hjá listflytjendum. Boyd K. Packer … forseti Tólfpostulasveitarinnar hefur sagt: ,Innblástur er frekar sem tilfinning en hljóð.‘“3

Öldungur Dallin H. Oaks í Tólfpostulasveitinni.

„Musterið er hús fræðslu. Mestur hluti fræðslunnar í musterinu er táknrænn og lærist með andanum. Það merkir að við hljótum kennslu frá upphæðum. … Skilningur okkar á merkingu helgiathafnanna og sáttmálanna eykst þegar við förum oft í musterið, fús að læra og ígrunda hinn eilífa sannleika sem kenndur er. … Við skulum njóta hins andlega styrks og þeirra opinberana sem við hljótum er við förum reglubundið í musterið.“4

Silvia H. Allred fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins.

Heimildir

  1. „Persónuleg opinberun: Kenningar og fordæmi spámannanna,“ Aðalráðstefna, okt. 2007.

  2. “Personal Revelation: The Gift, the Test, and the Promise,” Ensign, nóv. 1994, 59–60.

  3. “Eight Reasons for Revelation,” Liahona, sept. 2004, 8.

  4. „Helg musteri og helgir sáttmálar,“ Aðalráðstefna, okt. 2008.

Ljósmynd: Juan Pablo Aragón Armas