2010
Stefnumót: Ráð til stúlkna
Apríl 2010


Stefnumót: Ráð til stúlkna

Ljósmynd
Young Women General Presidency

Stefnumót eru skemmtileg! Stefnumót veita þér tækifæri til þess að þroskast og auka vinatengsl þín við pilta. Öldungur Robert D. Hales úr Tólfpostulasveitinni veitti einfalda og góða skilgreiningu á vini: „Vinir eru fólk sem auðvelda manni að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists.“1 Farðu á stefnumót með piltum sem vekja með þér löngun eftir að verða betri manneskja. „Vertu eins og þú best getur verið“ til þess að þú getir haft góð áhrif á þá sem þú ferð á stefnumót með.2

Vertu eins og þú vilt að sá sé sem þú ferð á stefnumót með

Þú getur hafist handa nú þegar við að þróa þá eiginleika sem munu gera þig aðlaðandi og áhugaverða.

  • Brostu! Já, brostu og vertu hamingjusöm. Og bros þitt verður smitandi og hjálpar öðrum að njóta samvista þinna.

  • Vertu í andlegu formi. Gerðu það sem mun færa þig nær heilögum anda, svo hann geti verið stöðugur förunautur þinn.

  • Vertu í líkamlegu formi. Hugsaðu vel um líkama þinn, vertu virk og legðu stund á heilbrigðar matarvenjur. Vertu snyrtileg.

  • Þroskaðu hæfileika þína og áhugamál. Leitaðu eins mikillar menntunar og þú getur. Þú getur lesið góðar bækur, hlustað á góða tónlist, fylgst með því sem er á döfinni eða lært annað tungumál.

  • Hagaðu þér eins og dóttir Guðs. Vertu ekki of frökk, hávaðasöm, hvatvís eða stjórnsöm. Vera má að þú hafir séð slíka hegðun í kvikmyndum, en það er ekki viðeigandi fyrir stúlku sem skilur sjálfsmynd sína sem barn Guðs.

  • Auktu við félagsfærni þína.Vertu góð, leyfðu öðrum að taka þátt og taktu eftir þörfum annarra. Æfðu þig í að hafa persónuleg samskipti. Lærðu viðeigandi siðareglur og mannasiði. Allt mun þetta hjálpa þér að verða sú manneskja sem aðrir vilja umgangast.

  • Sýndu fólki áhuga. Sýndu öðrum áhuga, sem og því sem þeim finnst gaman að gera. Spurðu spurninga sem munu láta þeim líða vel og hjálpa þér að kynnast þeim betur.

  • Settu takmörk. Leyfðu ekki öðrum að notfæra sér þig. Varðveittu hreinleika þinn.

  • Lifðu samkvæmt reglunum í Til styrktar æskunni. Ekki hika við að deila þessum reglum með þeim sem þú ferð á stefnumót með. Ekki lækka staðla þína fyrir neinn. Ef einhver ætlast til þess þá er viðkomandi ekki verðugur vinskapar þíns.

  • Hjálpaðu öðrum að verða eins og þau best geta orðið. Hjálpaðu þeim að verða betri vegna þess að þeir fóru á stefnumót með þér. Jafnvel þótt þú fáir ekki tækifæri til þess að fara á mörg stefnumót, þá getur þú brosað og eignast nýja vini. Veldu að vera bjartsýn. Jafnvel vonbrigði á stefnumótum geta veitt þér þroska. Þeir sem þú hittir geta auðgað líf þitt og þú getur blessað líf þeirra þegar þú deilir með þeim þínum bestu hliðum.

Veldu viturlega með hverjum þú ferð á stefnumót

Á stefnumótum gefst tækifæri til að kynnast piltum og búa sig undir hjónaband. Veldu vandlega þá sem þú ætlar að fara á stefnumót með. Er þú íhugar að fara á stefnumót með pilti skaltu ganga úr skugga um að hann hafi háa staðla og muni ætíð hjálpa þér að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists. Hér eru nokkrar spurningar sem þú gætir spurt sjálfa þig:

  • Hefur hann sterkan og góðan persónuleika?

  • Er hann trúverðugur og áreiðanlegur?

  • Er hann heiðarlegur?

  • Er hann kurteis og góður við aðra og við mig?

  • Er hann óeigingjarn?

  • Virðir hann foreldra mína og heiðrar hann foreldra sína?

  • Heiðrar hann prestdæmi sitt?

  • Hvetur hann mig til að vera eins góð og ég get orðið?

  • Er hann verður þess að fara í musterið?

Skemmtu þér og vertu skemmtileg er þú ferð á stefnumót til að kynnast öðrum. Áformið grípandi athafnir saman. Sum skemmtilegustu stefnumótin geta verið einföld, eins og að elda máltíð saman. Eins má íhuga þjónustutækifæri. Þið getið virt hvort annað fyrir ykkur og kynnst hinum aðilanum betur með því að taka þátt í athöfnum í stað þess að sitja bara og horfa á kvikmynd.

Spámaður okkar hefur sagt: „Komið fram við þann sem þið farið á stefnumót við af virðingu og væntið þess að viðkomandi geri slíkt hið sama.“3 Við vitum að þú munt hafa jákvæð áhrif á líf allra þeirra pilta sem þú ferð á stefnumót með – og allra vina þinna sem sjá réttlátt fordæmi þitt.

Er þú heldur áfram að þróa gjafir þínar og hæfileika, tekur viturlegar ákvarðanir varðandi vinskap þinn við aðra og gerist réttlátur áhrifavaldur þá munu stefnumótaár þín verða jákvæð, gefandi og skemmtileg. Þetta er tími til þess að setja markið hátt, vænta hins besta og verða allt það sem himneskur faðir okkar býður þér að verða. Þú ert dóttir himnesks föður, hann elskar þig og það gerum við einnig.

Heimildir

  1. Robert D. Hales, “This Is the Way; and There Is None Other Way,” í Brigham Young University Speeches of the Year, 1981–82 (1982), 67.

  2. Thomas S. Monson, „Verið eins og best þið getið,“ Ráðstefnuræður,apríl 2009, 64.

  3. Thomas S. Monson, “Standards of Strength,” New Era, okt. 2008, 2.

Ljósmynd af Montreal-musterinu í Quebec © Laurent Lucuix