2010
Heimságrip
Apríl 2010


Heims ágrip

Nýtt svæðisforsætisráð fyrir Austur-Evrópu kunngjört

Æðsta forsætisráðið hefur kunngjört breytingu í svæðisforsætisráði á Austur-Evrópusvæðinu sem tekur strax gildi. Öldungur Kevin W. Pearson, fyrsti ráðgjafi í svæðisforsætisráðinu, hefur verið fluttur til höfuðstöðva kirkjunnar þar sem hann sinnir sérstökum verkefnum fyrir Trúboðsdeildina.Öldungur Wolfgang H. Paul verður áfram forseti svæðisins. Öldungur Gregory A. Schwitzer, af hinum Sjötíu, er fyrsti ráðgjafi og öldungur Alexsandr N. Manzhos, svæðishafi Sjötíu, er annar ráðgjafi.

Staðsetning Philadelphia-musterisins í Pennsylvania ákveðin

Í nóvember 2009 tilkynnti Æðsta forsætisráðið að staðsetning Philadelphia-musterisins í Pennsylvania verði 1739 Vine Street í miðbæ Philadelphia Staðsetningin er við Vine Street Expressway, í grennd við Courts bygginguna og er skáhallt á móti Logan Square, sem er áberandi kennileiti í Philadelphia. Thomas S. Monson forseti kunngjörði byggingu musterisins í október 2008. Í dag eru 130 starfrækt musteri í heiminum. Að auki eru 21 musteri á byggingarstigi eða tilkynnt hefur verið um byggingu þeirra.

Dagsetningar fyrir Vancouver-musterið tilkynntar

Vancouver-musterið í British Columbia verður opið almenningi dagana 9. apríl til 24. apríl 2010 að undanskildum sunnudögum. Menningarhátíð verður haldin 1. maí. Vígsla musterisins fer fram í þremur vígsluathöfnum sunnudaginn 2. maí, kl. 9:00, 12:00 og 15:00. Útsending frá öllum þremur vígsluathöfnunum verður í öllum einingum kirkjunnar sem tilheyra þessu musterisumdæmi. Musterið verður opnað fyrir helgiathafnir daginn eftir.