2010
Árla sunnudagsmorguns
Apríl 2010


Árla sunnudagsmorguns

Þessir piltar á Fidjieyjum vakna snemma og ganga langa leið, og þeir sinna skyldum sínum af áhuga.

Ljósmynd
Charles W. Dahlquist

Það er laugardagskvöld í Waila deildinni í Nausori stikunni á Fidjieyjum. Ábyrgðarskyldum dagsins er lokið. Aronsprestdæmishafar hafa búið sig undir hvíldardaginn og eru nú samankomnir á heimili bróður og systur Maiwiriwiri. Þeir fá tækifæri til þess að borða smá máltíð áður en fasta þeirra hefst – nætursvefn á mottum á Maiwiriwiri heimilinu fylgir síðan á eftir.

Þeir taka daginn snemma þessir ungu Aronsprestdæmishafar. Löngu fyrir sólarupprás vakna þeir og klæða sig í hvítar skyrtur, bindi og dökkar síðbuxur. Tveir og tveir saman, líkt og trúboðar, yfirgefa þeir heimili Maiwiriwiri hjónanna um sex leytið. Hver þessara félaga fylgja ákveðinni leið til að ná til samkomuhússins fyrir klukkan 10, þegar prestdæmisfundurinn byrjar. Ábyrgð þeirra er að koma við á heimili hvers kirkjuþegns á leið sinni og bjóða þeim að láta af hendi rakna í föstusjóð.

Þessir piltar ganga 5 kílómetra frá heimili Maiwiriwiri hjónanna, sem er við annan enda deildarmarkanna, og að samkomuhúsinu sem er við hinn endann. Þetta veitir þeim tækifæri til að uppfylla skyldur sínar og bjóða kirkjuþegnum að taka þátt í því mikla starfi að annast ekkjurnar, og veitir bræðrum þeirra og systrum tækifæri til að greiða í föstusjóðinn. Alipate Tagidugu, forseti Nausori stikunnar á Fidjieyjum, segir að við þetta vinnuframlag Aronsprestdæmisins hafi framlög í föstusjóðinn aukist um 20 hundraðshluta.

Þessir piltar fá einnig tækifæri til að uppfylla skyldu sína og hjálpa kirkuþegnum deildarinnar að halda sáttmála þá sem þeir gerðu við skírn, sem er alveg jafn mikilvægt:

„Þar sem þið þráið að komast í hjörð Guðs og kallast hans lýður og eruð fús til að bera hvers annars byrðar svo að þær verði léttar –

Já, og eruð fús að syrgja með syrgjendum, já, og hugga þá, sem huggunar þarfnast, og standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allsstaðar, hvar sem þið kunnið að vera, já, allt til dauða, svo að Guð megi endurleysa ykkur og þið megið teljast með þeim, sem í fyrstu upprisunni verða, svo að þið megið öðlast eilíft líf“ (Mósía 18:8–9).

Þessum frábæru piltum finnst það ekki vera fórn, heldur blessun að safna saman föstufórnum. Þeir klæðast glaðir sínum hvítu skyrtum og bindum, vakna snemma ákafir og fúsir að banka á hurðir kirkjuþegna árla morguns til að bjóða þeim að meðtaka þær blessanir sem rausnarleg föstufórn veitir.

Þegar ég fylgdist með þessum piltum búa sig undir að uppfylla skyldu sína sem prestdæmishafar, hugleiddi ég hve dásamleg blessun það yrði þeim alla ævi, að öðlast skilning á því mikilvæga framlagi sínu að bjóða kirkjuþegnum að nálgast frelsarann með því að gefa föstufórn. Hversu miklu betri trúboðar þeir yrðu og hversu miklu betri eiginmenn og feður þeir yrðu, vegna þessa prestdæmisstarfs síns.

Þeir munu skilja betur þessa ritningargrein um fólk Drottins: „Og Drottinn nefndi þjóð sína Síon, vegna þess að hugur hennar og hjarta voru eitt, og hún lifði í réttlæti og enginn fátækur var á meðal hennar.“ (HDP Móse 7:18).

Þvílík blessun það er fyrir þessa prestdæmishafa að vita, að þeir hafi boðið kirkjuþegnum að nálgast frelsarann.

Dagurinn hefst snemma, en með bros á vör ganga þessir piltar frá einum enda deildarmarkanna til hins og safna föstufórnum á leið sinni.

Fidjieyjar

Nýja Sjáland

Ástralía

Rammamynd: Ljósmynd © Dynamic Graphics, Inc.; ljósmynd: Talat Mehmood; landakort aðlagað frá Map Resources