2010
Ritningarnar eru mitt akkeri
Apríl 2010


Ritningarnar eru mitt akkeri

Giccelly D., Venesúela

Þegar ég sem nýr meðlimur byrjaði í yngri deild Trúarskólans hefði ég ekki getað ímyndað mér að ritningarnar yrðu akkeri mitt, skjöldur minn og vörn, huggun mín og gleði. Í ritningunum kynntist ég fræknum mönnum Guðs, sem börðust fyrir trú sinni og fjölskyldum, sem sóttu fram ákveðnir og staðfastir í Kristi. Þeir voru auðmjúkir, þolinmóðir og uppfullir af ást, kærleika og trú. Ég veit að í hjörtum sínum báru þeir þá þrá okkur til handa nú á dögum, að við myndum lifa eftir hverri reglu sem kennd er í ritningunum.

Sérhver hetja í ritningunum hafði mótandi áhrif á mig, en sú hetja sem heillaði mig mest var sú sem var auðmjúk og hlýðin frá barnæsku, sú sem sýndi fullkomið fordæmi, sú sem allt mannkyn stendur í þakkarskuld við. Sá maður er Jesús Kristur. Orð fá ekki lýst þakklæti mínu í hans garð.

Í yngri deild Trúarskólans lærði ég að við eigum ekki aðeins að geyma ritningarnar í minni okkar, heldur einnig að tileinka okkur þær í lífi okkar. Ég er þakklát sérhverjum kennara mínum, góðum kennurum sem voru sannarlega verkfæri í höndum Drottins.