2010
Hann heiðraði bón mína
Apríl 2010


Hann heiðraði bón mína

Juan Carlos Fallas Agüero, San José, Kostaríka

Þegar ég skírðist 18 ára gamall vissi ég að hlýðni við fagnaðarerindi Jesú Krists yrði að lífsstíl. Ég fann fyrir mikilvægi og alvarleika þess að lifa samkvæmt reglum fagnaðarerindisins og hefur það fært mér blessanir á svo margan hátt.

Að halda hvíldardaginn heilagan er ein regla fagnaðarerindisins sem er mér mjög mikilvæg. Hún gerir mér mögulegt að hætta daglegum og venjubundnum verkefnum og beina hugsunum mínum að himneskum föður.

Ég vinn á ferðaskrifstofu í Kostaríka. Að vinna á sunnudögum er dæmigert fyrir þennan geira. Ég lét vita að ég væri meðlimur kirkjunnar þegar ég hóf að vinna hjá þessu fyrirtæki. Ég bað um að fá frí á sunnudögum og mér varð að ósk minni.

Vegna óvenjulegrar bónar minnar urðu starfsfélagar mínir og yfirmaður minn forvitnir. Þau spurðu mig fjölda spurninga um trú mína. Með tímanum hef ég fengið tækifæri til þess að útskýra sumt af því sem Síðari daga heilagir trúa. Oft hlaut ég virðingu þeirra vegna útskýringa minna á kenningum fagnaðarerindisins.

Dag einn safnaði yfirmaður minn starfsfólkinu saman vegna tilkynningar sem hann hafði. „Ég mun þurfa á ykkur öllum að halda næstu tvær helgar,“ sagði hann. Mér brá. Ég vissi að þetta þýddi að ég þyrfti að vinna á sunnudegi.

En síðan hélt yfirmaður minn áfram: „Það er, allir nema Juan Carlos. Við vitum að það er ekkert sem fær hann til að vinna á sunnudegi.“

Mér létti. Yfirmaður minn hafði heiðrað bón mína! Ég hafði öðlast virðingu hans vegna framkomu minnar og þess staðals sem ég sýndi í vinnunni. Af þeim sökum var hann reiðubúinn að heiðra trú mína.

Ég veit að Drottinn mun blessa okkur þegar við látum reglur fagnaðarerindisins hafa forgang í lífi okkar.

„Ég mun þurfa á ykkur öllum að halda næstu tvær helgar,“ sagði yfirmaður minn. Mér brá. Ég vissi að þetta þýddi að ég þyrfti að vinna á sunnudegi.