2010
Manila-musterið á Filippseyjum
Apríl 2010


Musteri í sviðsljósinu

Manila-musterið á Filippseyjum

Gordon B. Hinckley forseti (1910–2008) vígði Manila-musterið á Filippseyjum í september 1984. Þessi fallega bygging er með sex turnspírur, þakið skínandi hvítum leirflísum að utan og allt í kringum musterið eru tignarleg pálmatré og litskrúðugt gróðurlendi.

Opið hús musterisins var skömmu eftir að tveir fellibyljir eyðulögðu mikið af mannvirkjum á Filippseyjum. Þrátt fyrir ný yfirstaðið fárviðri var ákveðið að halda áætlun. Þann 3. september 1984 var farin skoðunarferð fyrir háttsetta embættismenn. Næsta dag, þegar musterið var opnað almenningi, „birtist fögur himnesk sýn yfir musterinu,“ sagði Jovencio Ilagan, sem var framkvæmdaritari musterisnefndarinnar á meðan framkvæmdir stóðu yfir. „Sólin, í allri sinni fegurð, skein í gegnum kórónu mismunandi lita. … Á einum tímapunkti birtist turnspíran, með styttunni af englinum Moróní, í miðri sólkórónunni. Tæplega hundrað manns sem voru á musterislóðinni vottfestu þetta. Mörgum vöknaði um augu.“1

Heimildir

  1. John L. Hart, “3 Temples Open to Public in a Week—a First Ever,” Church News, sept. 16, 1984, 3.

Manila-musterið var fyrsta musterið sem byggt var á Filippseyjum. Framkvæmdir á öðru musterinu á Filippseyjum hófst árið 2007 í Cebu City.