2010
Stefnumót: Ráð til pilta
Apríl 2010


Stefnumót: Ráð til pilta

Ljósmynd
Young Men General Presidency

Hvað er stefnumót?

Stefnumót er þegar þú býður stúlku að taka með þér þátt í einhverri fyrirfram undirbúinni félagslegri athöfn.

Af hverju eru stefnumót mikilvæg?

Stefnumót geta verið dásamleg og lærdómsrík reynsla bæði fyrir þig og stúlkurnar sem þú ferð á stefnumót með. Þú getur lært mikið um sjálfan þig og þú getur þróað með þér skilning á og virðingu og þakklæti fyrir dýrmætar og einstakar dætur Guðs.

Hjónaband er ein af mikilvægustu ákvörðunum lífs þína, þótt þessa stundina virðist sú ákvörðun vera í órafjarlægð. Ekki ætti að taka þessa ákvörðun á unglingsárunum, en viðeigandi stefnumót munu hjálpa þér að búa þig undir þá ákvörðun þegar að henni kemur. Stefnumót munu veita þér tækifæri til þess að þróa félagslega færni sem mun veita þér aukið sjálfstraust og gera þig aðlaðandi í augum þeirra stúlkna sem fara með þér á stefnumót. Þú lærir að skilja og laðast að þeim sem hafa þá kosti og eiginleika sem mikilvægt er að eilífur maki þinn hafi. Viðeigandi stefnumót munu einnig hjálpa þér að vera verðugur og búa þig undir að giftast á réttum tíma og réttu stúlkunni í musterinu um tíma og alla eilífð.

Allt mun þetta miða að því að þú hljótir eina af stærstu blessunum lífsins: Hamingjusamt og farsælt hjónaband.

Hverjar eru réttar reglur varðandi stefnumót?

Spámenn Drottins hafa ráðlagt þér að fara ekki á stefnumót fyrr en þú ert orðinn að minnsta kosti 16 ára gamall. Þú ættir einungis að eiga stefnumót við þær sem setja markið hátt og auðvelda þér að fylgja eigin lífsreglum þegar þar að kemur. Taktu ætíð þátt í heilbrigðum dægrastyttingum sem gera þér og þeim sem þú átt stefnumót við mögulegt að halda sjálfsvirðingu ykkar og vera nálægt anda Drottins. Það er sérstaklega mikilvægt að hugsanir og tilfinningar séu hreinar. Forðast skal sambönd þar sem kynferðislegt málfar eða hegðun er viðhöfð. Forðastu að vera aleinn með stúlkunni eða vera of lengi á stefnumóti. Það er ábyrgð ykkar beggja að varðveita heilagleika prestdæmis og kvendóms og vernda heiður og dyggð hvors annars. Vertu ætíð vingjarnlegur við stúlkuna og sýndu henni virðingu þegar þú býður henni á stefnumót, og einnig á stefnumótum ykkar.

Farðu með einu eða fleiri pörum þegar þú byrjar að fara á stefnumót. Forðastu að fara of oft á stefnumót með sömu stúlkunni eða koma þér of snemma í alvarlegt samband.

Mundu að viðhalda jafnvægi í lífi þínu er þú ferð á stefnumót. Þú ættir ekki að fara það oft á stefnumót að það bitni á sambandi þínu við fjölskylduna eða dragi úr námi þínu í skólanum eða letji þig við að þroska kunnáttu eða hæfileika. Sjáðu til þess að foreldrar þínir hitti og þeim líði vel með þær stúlkur sem þú ferð á stefnumót með.

Við hvetjum þig til þess að taka þátt í vel ráðgerðum stefnumótum, sem eru einföld, jákvæð, ódýr og munu hjálpa þér að kynnast stúlkunum sem þú ferð út með.

Myndskreyting: Christina Smith. Ljósmynd af aðalforsætisráði Stúlknafélagsins © Busath.com