2010
Grikkland
Apríl 2010


Saga kirkjunnar hvarvetna í heiminum

Grikkland

Rigas Pofantis og Nicholas Malavetis höfðu leitað að trúarlegum sannleik í þrjú ár þegar þeir rákust á blaðagrein árið 1898 sem fjallaði um mormónatrú. Greinin vakti áhuga þeirra og þeir skrifuðu bréf til höfuðstöðva kirkjunnar til að fræðast meira. Leiðtogar kirkjunnar báðu forseta tyrkneska trúboðsins að heimsækja mennina á Grikklandi og kenna þeim. Nicholas Malavetis lést árið 1903 en tveimur árum síðar skrifaði Rigas Pofantis aftur bréf til höfuðstöðva kirkjunnar og óskaði eftir að fá að skírast. Aftur sendu leiðtogar kirkjunnar forseta tyrkneska trúboðsins til Grikklands. Hann skírði bróður Pofantis og fimm aðra, þar á meðal ekkju Nicholas Malavetis.

Fyrstu trúboðarnir komu til Grikklands sex mánuðum eftir þessar fyrstu skírnir. Árið 1909 hætti kirkjan hins vegar trúboðsstarfi í tæplega 70 ár vegna stjórnmálalegs óróa í landinu. Í millitíðinni hófu hermenn, sem höfðu bækistöð á svæðinu, að deila fagnaðarerindinu með grísku fólki. Framvindan var þó hæg. Þegar Aþenugreinin kom í stað kirkjugreinar hermannanna árið 1967 voru 80 kirkjuþegnar á skrá en einungis átta þeirra voru Grikkir.

Öldungur Gordon B. Hinckley (1910–2008), sem þá var í Tólfpostulasveitinni, vígði Grikkland fyrir boðun fagnaðarerindisins árið 1972. Síðan hafa nokkrir þættir í starfseminni aukið vöxt kirkjunnar, þar á meðal útgáfa Mormónsbókar á grísku árið 1987, stofnun Aþenu-trúboðsins árið 1990 og vígsla fyrsta samkomuhússins í Grikklandi árið 1999.

Fjöldi kirkjuþegna (2009)

661

Umdæmi

1

Greinar

5

Á síðustu árum hafa vitnisburðasamkomur verið haldnar, þjónustuverkefni unnin og hátíðir til heiðurs nafntoguðum grískum borgurum verið haldnar á Aresarhæðinni, staðnum þar sem Páll postuli flutti ræðuna sem finna má í Post 17.